Helgi Magnússon átti flottan leik í liði KR í kvöld sem lagði Keflavík í toppslag Domino´s deildar karla. Helgi var heitur fyrir utan með 6 af 9 í þristum og lauk leik með 21 stig og 7 fráköst. Hann hafði fulla trú á sínum manni Brynjari Þór þegar kom að því að taka lokaskotið.