Sumir eru svalir, aðrir eitursvalir og sumir einfaldlega fundu upp orðið svalur. Líkast til er mynd af Ingvaldi Magna Hafsteinssyni í íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar undir orðinu svalur.
 
 
Fólk hárreitti sig af spennu á lokasprettinum í DHL Höllinni í kvöld, sumir steyttu görn og enn aðrir æptu út í loftið af kátínu þegar ljóst var að KR hafði landað spennusigri í toppviðureign kvöldsins. Ingvaldur Magni Hafsteinsson…tja, hann var svo sem ekkert að æsa sig (sjá mynd).
 
Mynd/ nonni@karfan.is