Hlynur Bæringsson tryggði í kvöld sigur fyrir Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni er Drekarnir tóku á móti Solna Vikings. Sigurstig Hlyns komu í teignum þegar ein sekúnda var til leiksloka, lokatölru 89-88 Sundsvall í vil.
 
 
Hlynur var einnig atkvæðamestur í liði Sundsvall með 17 stig og 10 fráköst. Ægir Þór Steinarsson bætti við 14 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum og þá var Jakob Örn Sigurðarson með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
Sundsvall er sem fyrr í 4. sæti deildarinnar og nú með 34 stig en Södertalje Kings sitja á toppi deildarinnar með 52 stig.