Úrslit Poweradebikarkeppninnar í karla- og kvennaflokki fara fram í Laugardalshöll næsta laguardag en þrjú af þeim fjórum liðum sem taka þátt í úrslitunum hafa áður orðið bikarmeistarar. Aðeins kvennalið Snæfells hefur ekki orðið bikarmeistari af þeim liðum sem verða í Höllinni.
 
 
Í karlaflokki hefur Grindavík alls fjórum sinnum orðið bikarmeistari (1995, 98, 2000, 06) og ÍR hefur tvisvar sinnum unnið bikarinn (2001, 07).
 
Í kvennaflokki hafa Haukakonur fimm sinnum orðið bikarmeistarar (1984, 92, 2005, 07, 10) en Snæfell hefur einu sinni leiki til bikarúrslita, leiktíðina 2011-2012 þar sem Hólmarar lágu 77-84 gegn Njarðvíkingum.
 
Þess má þó geta að allir fjórir fyrirliðarnir hafa orðið bikarmeistarar en fyrirliðar liðanna eru Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sveinbjörn Claessen og Þorleifur Ólafsson. Hildur Sigurðardóttir er fyrirliði Snæfells en var t.d. bikarmeistari með KR árið 2009. Þannig að hver svo sem vippar bikartitlinum á loft á laugardag verður aðferðinni ekki ókunnur.
 
Tengt efni: