KR-ingar leika í DHL Höllinni. Eins og gefur að skilja þá er DHL styrktar- og samstarfsaðili körfuknattleiksdeildar KR og þessir tveir aðilar sem unnið hafa saman í allnokkurn tíma núna brugðu á leik í kvöld.
 
 
Rétt fyrir uppkast var enginn annar en þúsundþjalasmiðurinn Axel Óskarsson dúkkaður upp í DHL gallann og kom færandi hendi til Sigmundar dómara með eina „stoð“-sendingu beint af DHL færibandinu. Ljóst að einhverjir eru að lauma sér í pottinn sem markaðsfyrirtæki ársins…vel gert!