Í dag verður leikið til Poweradebikarúrslita í Laugardalshöll. Veislan hefst á kvennaviðureign Hauka og Snæfells kl. 13:30 og kl. 16:00 mætast Grindavík og ÍR í bikarúrslitum karla. Miðasala fer fram á miði.is.
 
 
Við höfum hitað vel upp fyrir leikina með fjöldanum öllum af spámönnum og svo ræddum við einnig við fyrirliðana sem taka þátt í leikjunum í dag. Þrjú af fjórum liðum dagsins hafa orðið bikarmeistarar áður en kvennalið Snæfells er eina liðið sem ekki hefur áður orðið bikarmeistari svo það er möguleiki á því að nýtt lið fái nafn sitt á bikarinn þetta árið.
 
Það verður mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni í dag en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.
 
Tengt efni: