Jón Arnór Stefánsson fagnaði ekki bara sigri gegn Valencia í gær með liði sínu Zaragoza heldur fagnaði hann einnig þeim árangri að spila 100 leiki fyrir félagið. Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Jón spilar með Zaragoza og það fimmta sem hann er á Spáni í ACB deildinni. 
 
Jón er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og á Twitter síðu Zaragoza vonast stuðningsmenn að hafa hann í innan borðs liðs Zaragoza eins lengi og hægt er.  Þetta er 12 tímabilið hjá Jóni í atvinnumennsku en hann hóf sinn feril hjá Trier árið 2002 og hefur síðan verið erlendis með millilendingu hjá KR árið 2008.