Síðustu leikjunum fyrir jól er lokið í ACB deildinni á Spáni. Landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jón Arnór Stefánsson halda inn í jólahátíðina með tap á bakinu. Zaragoza lá stórt á heimavelli en Valladolid mátti enn eina ferðina lúta í parket, að þessu sinni á útivelli gegn Tenerife Iberostar.
 
 
CAI Zaragoza 67-92 Gipuzkoa Basket
Jón Arnór Stefánsson var ekki með í leiknum en hann er enn að jafna sig eftir meiðsli og aðgerð. Joseph Jones var atkvæðamestur hjá Zaragoza með 21 stig en Charles Randall gerði 24 stig í liði Gipuzkoa Baksket.
 
Iberostar Tenerife 84-68 Valladolid
Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 10 stig á rúmum 22 mínútum í leiknum og tók eitt frákast. Jason Rowe var stigahæstur í liði Valladolid með 20 stig.
 
Íslendingaliðin eru á ólíkum slóðum í deildinni nú í jólafríinu en þó ekki ýkja langt á milli þeirra í töflunni þó Zaragoza standi umtalsvert betur en Valladolid. Zaragoza er í 12. sæti deildarinnar með 5 sigra og 6 tapeliki en Valladolid er á botninum með einn sigur og tíu tapleiki.
 
Staðan í ACB deildinni á Spáni
Classification 2013-14 Liga Endesa Day 11 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 11 11 0 976 741  
2   Valencia Basket 11 9 2 948 800  
3   FC Barcelona 11 8 3 866 775  
4   Herbalife Gran Canaria 11 8 3 850 792  
5   Unicaja 11 7 4 833 790  
6   Gipuzkoa Basket 11 6 5 821 784  
7   Tenerife Iberostar 11 6 5 854 886  
8   Joventut FIATC 11 5 6 861 859  
9   Bilbao Basket 11 5 6 839 842  
10   Labor Kutxa 11 5 6 889 897  
11   Cajasol 11 5 6 782 803  
12   CAI Zaragoza 11 5 6 799 821  
13   UCAM Murcia CB 11 4 7 899 927  
14   Rio Natura Monbus 11 4 7 797 844  
15   Baloncesto Fuenlabrada 11 4 7 822 872  
16   La Bruja de Oro 11 4 7 835 914  
17   Tuenti Mobile Students 11 2 9 783 872  
18   CB Valladolid 11 1 10 724 959