CAI Zaragoza mátti áðan sætta sig við 83-81 ósigur gegn Virtus Rome í Eurocup. Lokatölur voru 83-81 Rome í vil en liðsmenn Zaragoza geta prísað sig sæla því Telekom Baskets Bonn lágu einnig í kvöld og eru helsta ógn Zaragoza við að komast upp úr riðlinum en þrjú efstu í þessum sjö liða riðli halda áfram í næstu umferð keppninnar.
 
 
Lokaleikur Zaragoza í riðlakeppninni er gegn BCM Gravelines Dunkerque sem eru á toppi riðilsins og dugir Zaragoza fátt annað en sigur til að ganga úr skugga um að halda Bonn neðan við sig.
 
Jón Arnór Stefánsson var ekki í byrjunarliði Zaragoza í kvöld en hann lék í tæpar þrettán mínútur, tók fjögur fráköst og gaf 2 stoðsendingar en náði ekki að skora. Stigahæstir í liði Zaragoza voru Damjan Rudez og Giorgi Shermadini báðir með 14 stig.
 
Lokaleikur Zaragoza í D-riðli Eurocup fer fram þann 18. desember næstkomandi.