Zaragoza er komið áfram á annað stig riðlakeppninnar í Eurocup en lokaumferð fyrsta stigs keppninnar fór fram í kvöld. Zaragoza tók þá á móti BCM Gravelines Dunkerque á Spáni og skellti gestum sínum 86-73.
Jón Arnór Stefánsson lék ekki með eins og gefur að skilja en hann er nýkominn úr aðgerð vegna meiðsla en verður liðtækur með Zaragoza um miðjan janúarmánuð.
Zaragoza hafnaði í 3. sæti í D-riðli og komust áfram fyrir vikið en alls 32 lið komust upp úr þessari fyrstu umferð riðlakeppninnar. Í næstu umferð mun Zaragoza leika í P-riðli með Lietuvos Rytas, Besiktas og Cedevita Zagreb.
Í leiknum í kvöld var það Michael Roll sem var stigahæstur í liði Zaragoza með 16 stig og 4 fráköst.