Jón Arnór Stefánsson og CAI Zaragoza máttu áðan sætta sig við 73-50 ósigur gegn Barcelona í ACB deildinni á Spáni. Börsungar gáfu ekki mörg færi á sér í leiknum en Jón Arnór gerði 2 stig og tók 2 fráköst fyrir Zaragoza.
 
 
Íslendingarnir fengu skelli þennan daginn því Hörður Axel Vilhjálmsson og Valladolid tóku á móti Bilbao Basket og máttu sætta sig við 81-57 ósigur á heimavelli. Hörður lék í tæpar 20 mínútur í leiknum og gerði 2 stig og gaf eina stoðsendingu.