Líkt og undanfarin ár gefst körfuboltaaðdáendum kostur á að velja byrjunarliðin í Stjörnuleikjum karla og kvenna í ár.
 
 
Þeir 5 leikmenn sem fá flest atkvæði í hvert lið hefja leikinn en Stjörnuleikshátíð KKÍ 2013 fer fram að Ásvöllum í Schenkerhöll Hauka laugardaginn 25. janúar. Liðunum var skipt upp á víxl eftir stöðu þeirra í deildinni eða eftir umferð 27. nóv (12 leikir) hjá konum og frá 29. nóv (8 leikir) hjá körlum. Eftirfarandi lið leika því saman:
 
Konur:
Icelandair liðið: Keflavík, Haukar, Grindavík og KR.
Dominos liðið: Snæfell, Hamar, Valur og Njarðvík
 
Karlar:
Icelandair liðið: Keflavík, Njarðvík, Stjarnan, Snæfell, Skallagrímur og KFÍ.
Dominos liðið: KR, Grindavík, Þór Þ., Haukar, ÍR og Valur.