Einum leik er lokið í Domino´s deild kvenna en Snæfell vann þá góðan heimasigur á Haukum 88-75. Tveir aðrir leikir standa nú yfir en þetta er þrettánda umferð deildarinnar sem klárast nú í kvöld.
 
 
Snæfell komst með sigrinum upp í 1. sæti deildarinnar þar sem liðið jafnaði Keflavík að stigum. Chyanna Brown fór mikinn í liði Snæfells með 35 stig og 10 fráköst en Lele Hardy gerði 40 stig, tók 20 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum í liði Hauka.
 
Nánar síðar…