Alls voru 12 leikir á dagskrá í NBA deildinni og þar bar hæst leikur toppliðanna í Austrinu, Miami Heat og Indiana Pacers, sem endaði með naumum sigri meistaranna 97-94. Heat voru mest 15 stigum undir í seinni hálfleik en komust yfir undir lok leiks þegar Allen og Bosh smelltu niður sitthvorum þristinum og breyttu stöðunni úr 89-92 í 95-92.
Dwayne Wade skoraði mest í liði Heat en hann var með 32 stig og LeBron James var með 24 stig og 9 fráköst. Hjá Indiana var Paul George með 25 stig og 8 fráköst og David West smellti niður 23.
New York Knicks stuðningsmenn geta farið brosandi inn í daginn en Knicksmenn unnu sigur gegn Milwaukee Bucks, 107-101, í tvíframlengdum leik.
Portland gekk ekki að halda sigurgöngu sinni áfram þegar þeir töpuðu fyrir Minnesota 120-109.
Látum fylgja með eina góða “slómó´” troðslu frá LBJ
FINAL
7:00 PM ET
IND
94
MIA
97
W
Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
---|---|---|---|---|---|
IND | 26 | 26 | 24 | 18 | 94 |
|
|
|
|
||
MIA | 22 | 19 | 30 | 26 | 97 |
IND | MIA | |||
---|---|---|---|---|
P | George | 25 | Wade | 32 |
R | Stephenson | 9 | James | 9 |
A | George | 6 | James | 7 |