Það fóru fjórir leikir fram í Dominos deild karla og einn leikur í 1. deildinni í kvöld.  Þór frá Þorlákshöfn komu nokkuð á óvart og kláruðu Grindavík á útivelli, 78-88.  Snæfell vann Njarðvík  90-77 og Keflavík vann ÍR nokkuð örugglega 89-102 í Hellinum.  KR vann Val nokkuð örugglega að Hlíðarenda, 74-102.  
 
 
 
Í 1. deildinni voru það FSU sem unnu sigur á ÍA, 102-87, en þar fór fremstur í flokki hjá FSU Collin Pryor með 38 stig og 14 fráköst en næstu menn voru Ari Gylfason og Svavar Ingi Stefánsson með 19 stig hvor.  Í liði ÍA var Zachary Warren stigahæstur með 39 stig og 9 fráköst, næstu menn voru Áskell Jónsson með 15 stig og Sigurður Rúnar Sigurðsson með 12 stig.
 
 
Þór Þorlákshöfn vann mjög sterkan sigur á Grindavík suður með sjó þar sem Mike Cook Jr. var stigahæstur með 24 stig og 7 stoðsendingar.  Ragnar Nathanaelsson var ekki síðri maður með 19 stig og 25 fráköst en Nemanja Sovic bætti líka við 18 stigum.  Hjá Grindavík var Earnest Clinch Jr. stigahæstur með 17 stig en næstu menn voru Ólafur Ólafsson með 12 stig og þrír næstu menn skoruðu 10 stig hvor.  
 
 
Keflavík var komið 19 stigum yfir strax í hálfleik gegn ÍR sem náði þó að klóra örlítið í bakkan þegar leið á leikinn í kvöld.  Í liði Keflavíkur var Michael Craion stigahæstur með 26 stig og 12 fráköst en næstur var Guðmundur Jónsson með 18 stig og Arnar Freyr bætti við 15 stigum.  Hjá ÍR var Sveinbjörn Claessen stigahæstur með 21 stig en Calvin Henry bætti við 19 stigum og Matthías Sigurðarsson 16 stigum.  
 
Vance Cooksey var stigahæstur í liði Snæfells sem vann Njarðvík með 13 stigum, 90-77.  Cooksey skoraði 21 stig og gaf 12 stoðsendingar en næstu menn í liði Snæfells voru Sigurður Þorvaldsson með 17 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 14 stig.  Í liði Njarðvíkur var Elvar Friðriksson stigahæstur með 24 stig en næstur var Nigel Moore með 20 stig og Logi Gunnarsson bætti við 10 stigum.  

Grindavík-Þór Þ. 78-88 (17-26, 24-15, 18-23, 19-24)

 
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 8/7 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 2, Fannar Elíasson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/25 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 14/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 11, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/6 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Hjörtur Sigurður Ragnarsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.
Dómarar: Kristinn Oskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Áhorfendur: 326
 
ÍR-Keflavík 89-102 (19-33, 17-22, 30-29, 23-18)
 
ÍR: Sveinbjörn Claessen 21/7 stoðsendingar, Calvin Lennox Henry 19/10 fráköst/3 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 11, Hjalti Friðriksson 6/7 fráköst, Þorgrímur Kári Emilsson 2, Daníel Freyr Friðriksson 0, Jón Valgeir Tryggvason 0, Friðrik Hjálmarsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0.
Keflavík: Michael Craion 26/12 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 18, Arnar Freyr Jónsson 15/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 13/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 12, Valur Orri Valsson 8/6 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Dómarar: Jón Bender, Einar Þór Skarphéðinsson, Davíð Tómas Tómasson
 
 
Snæfell-Njarðvík 90-77 (31-16, 15-24, 18-18, 26-19)
 
Snæfell: Vance Cooksey 21/7 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/11 fráköst/7 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 13, Finnur Atli Magnússon 10, Jón Ólafur Jónsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 3, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Snjólfur Björnsson 0.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 24/5 fráköst/8 stoðsendingar, Nigel Moore 20/9 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Ágúst Orrason 5/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2, Maciej Stanislav Baginski 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Egill Jónasson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.
Dómarar: Rognvaldur Hreidarsson, Leifur S. Garðarsson, Hákon Hjartarson
 
 
Valur-KR 74-102 (22-26, 21-27, 15-21, 16-28)
 
Valur: Chris Woods 20/14 fráköst, Birgir Björn Pétursson 15/7 fráköst/6 varin skot, Oddur Ólafsson 15/4 fráköst, Benedikt Blöndal 9, Rúnar Ingi Erlingsson 8/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 5, Oddur Birnir Pétursson 2/4 fráköst/3 varin skot, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Hlynur Logi Víkingsson 0, Þorgrímur Guðni Björnsson 0, Jens Guðmundsson 0, Benedikt Skúlason 0.
KR: Helgi Már Magnússon 19/8 fráköst, Terry Leake Jr. 18, Martin Hermannsson 16/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/9 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11/6 stolnir, Pavel Ermolinskij 9/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Illugi Steingrímsson 3, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Högni Fjalarsson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Jón Guðmundsson, Georg Andersen
 
1. deild karla

FSu-ÍA 102-87 (24-19, 21-21, 35-21, 22-26)
 
FSu: Collin Anthony Pryor 38/14 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 19, Ari Gylfason 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Birkir Víðisson 10, Hlynur Hreinsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Arnþór Tryggvason 4, Erlendur Ágúst Stefánsson 3/6 fráköst, Maciej Klimaszewski 2, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Grant Bangs 0, Gísli Gautason 0, Þórarinn Friðriksson 0.
ÍA: Zachary Jamarco Warren 39/9 fráköst, Áskell Jónsson 15/6 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 12, Ómar Örn Helgason 11/9 fráköst, Erlendur Þór Ottesen 5/8 fráköst, Birkir Guðjónsson 3, Jón Rúnar Baldvinsson 2, Þorsteinn Már Ólafsson 0, Þorsteinn Helgason 0, Örn Arnarson 0.
Dómarar: Johann Gudmundsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson
 
 
gisli@karfan.is 
 
Mynd : skuli@karfan.is