Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld þegar Keflavík tók á móti Grindavík í stórleik kvöldsins, Stjarnan tók á móti Val og Skallagrímur fékk KR í heimsókn.  Í 1. deildinni fékk Hamar FSU í heimsókn.  Keflavík hafði betur á heimavelli gegn Grindavík, 77-63, með feiki góðum varnarleik sem sýnir sig í tölfræðinni.  Grindavík tók aðeins 31 skot í leiknum gegn 60 skotum Keflavíkur.  KR var ekki í vandræðum með vængbrotið lið Skallagríms og unnu þá með 44 stigum, 65-109.  Stjarnan hafði betur gegn Val, 90-80.  Í 1. deildinni hafði Hamar betur gegn FSU með 4 stigum í framlengdum leik, 101-97.  
 
 
Michael Craion átti stórleik í liði Keflavíkur í kvöld og var einu frákasti frá tröllatvennu með 25 stig og 19 fráköst.  Næstu menn á blað voru Darrel Lewis með 18 stig og 11 fráköst og Valur Orri Valsson með 11 stig.  Í liði Grindavíkur voru Earnest Clinch og Ólafur Ólafsson stigahæstir með 16 stig hvor en næsti maður á blað var Sigurður Þorsteins með 10 stig og 12 fráköst.  
 
Í leik KR og Skallagríms var það liðsheildin sem skilaði góðum árangri KR en þrír leikmenn skoruðu 20 stig eða meira og aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu ekki.  Stigahæstu menn voru Leake Jr. með 25 stig og 8 fráköst.  Næstir voru það félagarnir Darri Hilmarsson og Martin Hermannson með 20 stig hvor.  Stigahæstur í liði Skallagríms var Davíð Ásgeirsson með 14 stig en næstu menn voru jafnir með 12 stig hvor, Egill Egilsson og Ármann Örn Vilbergsson.  
 
Stjarnan vann nokkuð öruggan 10 stiga sigur á Val í Garðabænum í kvöld, þar sem Justin Shouse fór fyrir sínum mönnum og setti 20 stig, næstu menn voru Marvin Valdimarsson með 19 stig og Matthew Hairston með 17 stig og 22 fráköst.  Í liði Vals var Chris Woods stigahæstur með 25 stig og 18 fráköst en næstu menn voru Benedikt Blöndal með 24 stig og Birgir Pétursson með 14 stig og 15 fráköst.  
 
Í 1. deildinni hafði Hamar sigur á FSU í hörkuleik þar sem Hamar seig ekki framúr fyrr en í framlengingu.  Stigahæstur í liði Hamars var Danero Thomas með stórleik, 42 stig og 10 fráköst.  Næstu menn voru Halldór Gunnar Jónsson með 20 stig og Bragi Bjarnason með 11 stig.   Í liði FSu var Ari Gylfason stigahæstur með 27 stig en þar á eftir voru það Colin Pryor með 25 stig og Haukur Hreinsson með 16 stig.  
 
Keflavík-Grindavík 77-63 (21-12, 21-23, 14-18, 21-10)
 
Keflavík: Michael Craion 25/19 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/11 fráköst, Valur Orri Valsson 11/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Guðmundur Jónsson 7/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/7 stoðsendingar, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/8 fráköst/4 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/12 fráköst/4 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Þorleifur Ólafsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Ármann Örn Vilbergsson 0.
Dómarar: Rognvaldur Hreidarsson, Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson
 
 
Skallagrímur-KR 65-109 (15-19, 22-31, 15-26, 21-33)
 
Skallagrímur: Davíð Ásgeirsson 14, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Ármann Örn Vilbergsson 12/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 10, Orri Jónsson 8/5 fráköst/9 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 7/9 fráköst, Sigurður Þórarinsson 2, Kristófer Gíslason 0, Sigursteinn Orri Hálfdánarson 0, Kristján Örn Ómarsson 0.
KR: Terry Leake Jr. 25/8 fráköst/5 stolnir, Martin Hermannsson 20, Darri Hilmarsson 20, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 10, Brynjar Þór Björnsson 7, Þorgeir Kristinn Blöndal 6, Jón Orri Kristjánsson 4/6 fráköst, Illugi Steingrímsson 4, Pavel Ermolinskij 3/8 fráköst/6 stoðsendingar, Kormákur Arthursson 0, Ólafur Már Ægisson 0.
Dómarar: Kristinn Oskarsson, Sigmundur Már Herbertsson, Johann Gudmundsson
 
 
Stjarnan-Valur 90-80 (20-13, 21-15, 23-24, 26-28)
 
Stjarnan: Justin Shouse 20/5 fráköst/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 19/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17, Matthew James Hairston 17/22 fráköst/9 stoðsendingar/5 varin skot, Sigurður Dagur Sturluson 6, Tómas Þórður Hilmarsson 5, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Daði Lár Jónsson 0.
Valur: Chris Woods 25/18 fráköst, Benedikt Blöndal 24, Birgir Björn Pétursson 14/15 fráköst, Kristinn Ólafsson 7, Oddur Ólafsson 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 5/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 0, Jens Guðmundsson 0, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Benedikt Skúlason 0, Atli Barðason 0.
Dómarar: Jón Guðmundsson, Leifur S. Garðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson
 
 
Hamar-FSu 101-97 (28-22, 12-23, 22-15, 21-23, 18-14)
 
Hamar: Danero Thomas 42/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Halldór Gunnar Jónsson 20, Bragi Bjarnason 11, Aron Freyr Eyjólfsson 7/10 fráköst, Bjartmar Halldórsson 7/9 fráköst/6 stoðsendingar, Stefán Halldórsson 6, Emil F. Þorvaldsson 4, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Bjarki Gylfason 0/5 fráköst, Hallgrímur Brynjólfsson 0.
FSu: Ari Gylfason 27, Collin Anthony Pryor 25/11 fráköst, Hlynur Hreinsson 16/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 11/5 fráköst, Birkir Víðisson 9, Arnþór Tryggvason 3, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Erlendur Ágúst Stefánsson 3/6 fráköst, Grant Bangs 0/6 fráköst, Maciej Klimaszewski 0, Gísli Gautason 0, Daði Berg Grétarsson 0.
Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Ingvar Þór Jóhannesson
 
 
Mynd:  JBO / Arnar Freyr Jónsson keyrir að körfu Grindavíkur í kvöld