Toppslagur 1. deildar fór fram í kvöld þegar Tindastóll og Þór Akureyri mættust á Sauðárkróki.  Svo fór að heimamenn höfðu nokkuð öruggan 92:73 sigur.  Helgi Viggósson heldur áfram að briller og skilaði 22 stigum og 13 fráköstum fyrir Tindastól en hjá Þórsurum var það Njarðvíkingurinn, Ólafur Aron Ingvason sem var með 20 stig. 
 
Í úrvalsdeildinni voru það Haukar sem tóku á móti Skallagrím og þrátt fyrir hrókeringar í þjálfarateymi Skallagrímsmanna þá töpuðu þeir gegn spútnik liði Hauka, 76:59.  Af öðrum leikjum þá voru það Blikar sem tóku Vægi Júpíters 83:76  og Fjölnismenn sigruðu Hamar 112:77.  Sem stendur er leikur Augnablik og Hattar enn í gangi. 
 
 
Haukar: Haukur Óskarsson 23/5 fráköst, Terrence Watson 18/21 fráköst/5 stolnir, Emil Barja 11/8 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 10/8 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Helgi Björn Einarsson 6/8 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2/8 fráköst, Alex Óli Ívarsson 0, Steinar Aronsson 0, Kristján Leifur Sverrisson 0, Kári Jónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0/4 fráköst.
Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 19/10 fráköst, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Oscar Jermaine Bellfield 11/5 stolnir, Davíð Ásgeirsson 8/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Orri Jónsson 3/4 fráköst, Sigurður Þórarinsson 2, Sigursteinn Orri Hálfdánarson 0, Trausti Eiríksson 0, Ármann Örn Vilbergsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Kári Jón Sigurðsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Steinar Orri Sigurðsson
 
 
 
Mynd: Axel Finnur