Eftir kvöldið í kvöld er nánast ljóst hvernig 8-liða úrslitin í karla- og kvennaflokki í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins verða skipuð. Aðeins einn leikur er eftir í karlaflokki en annað kvöld eigast við Keflavík og Grindavík. Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar féllu úr keppni í kvöld er liðið heimsótti Njarðvík í Ljónagryfjuna. Njarðvíkingar hafa því slegið út KR og Stjörnuna í keppninni til þessa.
 
 
Poweradebikarkeppni karla – úrslit kvöldsins í 16-liða úrslitum
 
Tindastóll 130-62 Reynir Sandgerði
Skallagrímur 80-108 Þór Þorlákshöfn
Njarðvík 86-72 Stjarnan
ÍR 75-69 Þór Akureyri
Fjölnir 104-92 FSu
Haukar 90-84 Snæfell
 
Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla:
 
Keflavík b
Tindastóll
Þór Þorlákshöfn
Njarðvík
ÍR
Fjölnir
Haukar
 
Á morgun eigast við Keflavík og Grindavík og þá fæst endanlega úr því skorið hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
 
Poweradebikarkeppni kvenna – úrslit kvöldsins í 16-liða úrslitum
 
Tindastóll 46-94 Snæfell
Breiðablik 53-69 Fjölnir
 
Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit í Poweradebikarkeppni kvenna og verða í pottinum þegar dregið verður.
 
Haukar (sátu hjá)
Keflavík (sátu hjá)
KR
Valur
Grindavík
Njarðvík
Snæfell
Fjölnir
  
Mynd/ Úr leik Njarðvík og Stjörnunar í kvöld.