Árlegt jólamót ÍR og Nettó í körfubolta fór fram í byrjun mánaðarins í íþróttahúsi Seljaskóla, Hertz-hellinum. Tæplega 600 keppendur á aldrinum 6-9 ára mættu til leiks en í ár voru alls 22 lið skráð til keppni.
 
 
Dagskrá mótsins var að vonum þétt en áætlað er að um 1.500 manns hafi lagt leið sína í Hertz-hellinn báða keppnisdagana. Spilað var frá morgni til kvölds alla helgina. Mótið gekk afar vel fyrir sig og voru keppendur, þjálfarar og aðrir sem sóttu mótið frabærir gestir í alla staði. Ánægjan skein úr hverju andliti.
 
Körfuknattleiksdeild ÍR vill nýta tækifærið og þakka þátttakendum fyrir komuna, senda þakkir til Nettó og einnig öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og umgjörð mótsins. Án þeirra væri ógerlegt að halda mót eins og jólamót ÍR og Nettó.
 
KKD ÍR