Þrír leikir fara fram í Domino´s deild kvenna í dag og einn í Domino´s deild karla en boðið verður upp á tvíhöfða í Keflavík þegar Ingi Þór mætir með Snæfellsliðin sín í TM-Höllina.
 
 
Kvennaleikurinn í Keflavík hefst núna eftir stutta stund eða kl. 14:00 og svo mætast karlaliðin kl. 16:30. Snæfell og Keflavík tróna á toppi Domino´s deildar kvenna svo leikurinn mun skera úr um hvort liðið komist eitt á tindinn þessa umferðina.
 
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna
 
14:00 Keflavík – Snæfell (Beint á Sport TV)
16:30 Grindavík – KR
16:30 Valur – Njarðvík
 
Leikir dagsins í Domino´s deild karla
 
16:30 Keflavík – Snæfell