Körfuboltann mun ekki vanta í kvöld en í Hafnarfirði verður boðið upp á tvíhöfða þegar gestgjafar Hauka taka á móti Hamri og Skallagrím. Haukar-Hamar hefst kl. 18:00 í Domino´s deild kvenna en Haukar-Skallagrímur í Domino´s deild karla hefst kl. 20:00. Sýnt verður frá báðum leikjum í beinni netútsendingu á Haukar TV.
 
 
Þá eru fjórir leikir í 1. deild karla og hefjast þrír þeirra kl. 19:15:
 
Tindastóll – Þór Akureyri
Breiðablik – Vængir Júpíters
Fjölnir – Hamar
 
Kl. 20:45 mætast svo Augnablik og Höttur.
 
 
Mynd/ Sigurður reynslubolti Einarsson og Haukar taka á móti Skallagrímsmönnum í kvöld.