Í dag hefst þrettánda umferðin í Domino´s deild kvenna þegar Hamar tekur á móti Val í Frystikistunni í Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 18:00.
 
 
Sem stendur eru Hamarskonur í 4. sæti deildarinnar með 10 en alls þrjú lið eru með 10 stig í deildinni og auk Hamars eru þar Grindavík og Valur en Valur kemur verst út milli liðanna þriggja og er í 6. sæti en Grindavík í því fimmta.
 
Baráttan um laust sæti í úrslitakeppni deildarinnar verður greinilega blóðug og miðað við stuðið sem var í Frystikistunni á fimmtudagskvöld þá ætti viðureign Hamars og Vals ekki að svíkja neinn enda tvö rándýr stig í boði í dag.
 
Hamarskonur eiga harma að hefna því fyrir skemmstu skaut Valur Hvergerðinga út úr 16-liða úrslitum í Poweradebikarkeppni kvenna svo það mun líkast til ekkert þurfa að keyra í gang einhver Silvester Stallone „motivational“ myndbönd fyrir Hveragerðiskonur til að gíra sig upp fyrir þennan leik.