Jason Smith hjá KFÍ setti upp þrennu í gærkvöldi — 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar — og var þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að ná þessum árangri á þessu leiktímabili. Alls hafa nú fimm leikmenn Dominosdeildar karla náð þrefaldri tvennu alls átta sinnum í vetur og þar af eru Emil Barja, Pavel Ermolinskij og Matthías Orri Sigurðarson með tvær hver.
 
11/10/2013 – Emil Barja, Haukar – 11 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
24/10/2013 – Pavel Ermolinskij, KR – 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
30/10/2013 – Emil Barja, Haukar – 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
7/11/2013 – Matthías Orri Sigurðarson, ÍR – 22 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
14/11/2013 – Ragnar Nathanaelsson, Þór Þ. – 14 stig, 10 fráköst og 10 varin skot – Tap
17/11/2013 – Matthías Orri Sigurðarson, ÍR – 17 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Tap
28/11/2013 – Pavel Ermolinskij, KR – 11 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
9/12/2013 – Jason Smith, KFÍ – 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Tap