Síðustu leikirnir í sænsku úrvalsdeildinni fyrir nýja árið fóru fram í kvöld. Sundsvall Dragons máttu fella sig við ósigur á heimavelli gegn Södertalje Kings. Lokatölur 76-83 Södertalje í vil.
 
 
Jonathan Person var stigahæstur hjá Sundsvall með 20 stig, Jakob Örn Sigurðarson bætti við 19 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum og þá var Hlynur Bæringsson með 18 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Sundsvall fer inn í nýja árið í 6. sæti deildarinnar með 9 sigra og 10 tapleiki. Boras Baskets situr á toppi deildarinnar og hefur unnið alla 17 leiki sína til þessa.
 
Jakob Örn er tíundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 17,72 stig að meðaltali í leik og Hlynur Bæringsson er í 17. sæti listans með 15,56 stig að meðaltali í leik. Hlynur leiðir sænsku deildina í framlagi með 24,11 framlagsstig að jafnaði í leik og Jakob er í 31. sæti listans með 13,28 framlagsstig í leik. Sundsvall endurheimtir von bráðar Ægi Þór Steinarson úr meiðslum en Ægir hefur leikið 12 leiki fyrir Sundsvall til þessa með 6,8 stig, 3,6 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.