Spennan er orðin umtalsverð í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna en nú þegar komið er jólafrí eru fjögur lið í 4.-7. sæti deildarinnar með 12 stig og þeirra á meðal eru Valskonur sem í dag skelltu botnliði Njarðvíkur 79-46. Hannes Birgir Hjálmarsson var mættur í Vodafonehöllina í dag og mundaði pennann á meðan Torfi Magnússon skaut af myndavélinni. 
 
Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðungi en Valsliðið ávallt aðeins beittari en munurinn aldrei mikill, staðan 20-17 fyrir Val en Njarðvík leiddi 8-11 þegar 5 mínútur voru liðnar af leiknum, Í öðrum leikhluta nær Valsliðið fórysu sem þær láta ekki af hendi þótt munurinn hafi farið í 2 stig 28-26 eftir að Njarðvík tókst loks að skora en liðið skoraði ekki fyrr en eftir að 5 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Valsstelpurnar skoruðu svo 10 stig gegn 3 undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvík tapaðui 10 boltum í öðrum leikhluta!
 
í hálfleik var Hallveig Jónsdóttir stigahæst Valskvenna með 14 stig Rut Konráðsdóttir með 12 stig og 5 fráköst. Athygli vakti að Jaleesa Butler hafði hægt um síg í stiga skori en var meira í því að mata samherja sína og var komin með 9 stoðsendingar í hálfleik! Hjá Njarðvík var það Jasmine Beverly sem var atkvæðamest með 16 stig.
 
Njarðvík héltuppteknum hætti í þriðja leikhluta og tapaði þá 8 boltum og Valur komst í 45-31 um miðbik þriðja leikhluta og var með örugga 14 stiga forystu 51-37 eftir hann. Má segja að leikurinn hafi klárast í öðrum og þriðja leikhluta, sjálfstraustið jókst hjá Valsstelpunum þegar leið á leikinn en ekki var hægt að segja það sama um Njarðvíkurliðið. Valsliði skoraði 40 stig gegn 19 í síðari hálfleik og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Valsliðið vann frákastabaráttuna 51-32 og var með 32 stoðsendingar í leiknum!
 
Hallveig (18 stig) og Rut (14 stig og 10 fráköst)) áttu flottan leik fyrir Val, Unnur Lára Ásgeirsdóttir (10 stig 6 fráköst) og María Björnsdóttir (9 stig og 6 fráköst) áttu góða innkomu og Jaleesa Butler sem hvíldi megnið af seinni hálfleik endaði með 8 fráköst, 11 stoðsendingar og 6 stig!
 
Hjá Njarðvík var Jasmine Beverly allt i öllu og skoraði 20 stig auk 9 frákasta. Sara Dögg Margeirsdóttir kom næst með 9 stig.
 
 
Umfjöllun/ Hannes Birgir Hjálmarsson