UMFN hefur samið við Tracy Smith um að leika með liðinu í seinni hluta keppnistímabilsins. Smith er 203 cm og 115 kg og hefur leikið sem kraftframherji og miðherji á sínum ferli.  Hann lék með North Carolina State skólanum í háskólaboltanum en það er einmitt sami skóli og nýr leikmaður kvennaliðs félagsins, Nikitta Gartrell, lék með. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is
 
 
Á heimasíðu Njarðvíkinga segir ennfremur: 
 
Smith átti flottan skólaferil en í tölfræðinni var hann með 16,5 stig og 7,3 fráköst sem junior og var þá einnig með bestu skotnýtingu í ACC riðlinum.  Á lokaári sínu var hann svo með 14,0 stig og 5,7 fráköst.   Hann var einnig í All-ACC 2nd team 2010.  Eftir flottan skólaferil lá leiðin hjá Smith til Georgíu þar sem hann spilaði 2011-2012 tímabilið og var þar með um 18 stig og 8,5 fráköst á leik.  Síðasta vetur var hann svo í Belgíu þar sem að hann var með um 7 stig og rúm 3 fráköst á leik á tæpum 17 mínútum.  Í haust var hann svo á mála um tíma hjá Idaho Stampede í D-league í Bandaríkjunum.
 
Eins og komið hefur fram þá var breytingin taktísk þegar Nigel Moore var látinn fara en Smith er ætlað að styrkja liðið í teignum.  Fyrstu leikir Smith með UMFN verða í Dominos deildinni gegn KFÍ föstudagin 10. janúar í Ljónagryfjunni og svo gegn Val, einnig í Ljónagryfjunni en sá leikur fer fram fimmtudaginn 16. janúar.  Strákarnir spila svo risa bikarleik í Powerade bikarnum í Röstinni í Grindavík  og fer hann að öllum líkindum fram sunnudaginn 19. janúar og þangað ætla Njarðvíkingar að fjölmenna og styðja strákana í baráttunni fyrir sæti í undanúrslitum keppninnar.