Í kvöld mættust Stjarnan Njarðvík og Stjarnan í síðustu umferð Dominos deildarinnar fyrir jólafrí. Þetta var einnig síðasti leikur Nigel Moore, atvinnumanns Njarðvíkur sem er á förum frá félaginu. Justin Shouse lék ekki með Stjörnumönnum vegna ökklameiðsla.
 
 
Fyrsti leikhlutinn var jafn og skemmtilegur en Njarðvíkingar komust snemma í nokkurra stiga forystu og héldu henni mest allan leikhlutann. Ólafur Helgi Jónsson var á eldi í fyrsta fjórðungnum og setti þrjá þrista á skömmum tíma og staðan eftir 10 mínútur 28-23 heimamönnum í vil.
 
Njarðvíkingar komust í 10 stiga forystu um miðjan annan leikhluta en Stjarnan hélt áfram að elta og voru aldrei langt undan. Njarðvíkingar fengu framlag úr mörgum áttum á meðan Matthew Hairston dró vagninn hjá Stjörnunni og skoraði 11 stig í öðrum leikhluta einum og sér. Hálfleikstölur 50-45 og leikurinn langt frá því að vera búin.
 
Það var svo Elvar Már Friðriksson tók svo við sér í þriðja leikhlutanum og skoraði 11 af 31 stigi sínu í leiknum, auk þess sem að kappinn setti upp tilþrif leiksins með Nigel Moore þegar hann sendi frábæra “alley-oop” sendingu á Nigel Moore sem hamraði honum í kveðjuskyni. Þarna var hápunkti stemmningarnar náð hjá Njarðvíkingum og neistinn var komin að góðri sigurblöndu. 
 
Hart var barist í fjórða hlutanum og heitt í hamsi oft á tíðum. Fannar Helgason þótti hann ekki hafa fengið sinn skerf þegar brotið var á honum og uppúr því hófust smá stympingar sem ágætir dómarar leiksins stöðvuðu í fæðingu.  En þannig á það auðvitað að vera. Stjarnan gerði heiðarlega tilraun til þess að komast aftur inn í leikinn og minnkuðu forystuna í fimm stig í fjórðungnum, en um leið og eitthvað fór að skína hjá Stjörnunni slökktu Njarðvíkingar það jafn harðan við og fögnuðu að lokum sigri. Lokatölur 98-87  og Njarðvíkingar halda í jólasteikina í 4. sæti og Stjörnumenn eru skammt frá eða í 6. sæti aðeins einum sigri frá. 
 
Jón Sverrisson leikmaður Stjörnunar var að spila sinn fyrsta leik eftir krossbanda slit og komst bara nokkuð vel frá sínu sem eru vissulega góð tíðindi fyrir Stjörnumenn.  Nigel Moore kvaddi Njarðvíkinga á viðeigandi hátt. 21 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar var jólagjöf Nigels til stuðningsmanna sinna þetta árið. 
 
 
 
Umfjöllun: AE