Borgnesingar taka á móti taplausum KR-ingum í Domino´s deild karla í kvöld og heimamanna bíður ærinn starfi því Oscar Bellfield, Páll Axel Vilbergsson og Grétar Ingi Erlendsson verða allir þrír fjarri góðu gamni í liði Skallagríms.
 
 
Bellfield og Páll Axel eru báðir að glíma við meiðsli en Grétar Ingi er staddur erlendis og missar af leiknum vegna þessa. Ekki ákjósanlegt veganesti fyrir Skallagrímsmenn inn í leikinn í kvöld gegn fyrnasterkum KR-ingum.
 
Mynd/ Grétar Ingi leikur ekki með Skallagrím í kvöld.