Margir bíða nú með eftirvæntingu eftir jólunum en áður en þau koma þarf að útkljá ýmis mál í boltanum eins og t.d. hvort liðið Keflavík eða Grindavík fari áfram í 8-liða úrslit Poweradebikarsins. Liðin eigast við í Keflavík í kvöld og verður leikurinn í beinni hjá Sport TV. Karfan.is fékk íþróttaeinvaldinn, Sigurð Elvar Þórólfsson, á Pressan.is til þess að fægja kristalskúlu sína fyrir leik kvöldsins.
 
 
„Risaleikur og hefði verið fínt að fá þessi lið í úrslitaleiknum. Nánast ómögulegt að spá fyrir um úrslitin en það verður örugglega mikill hiti í Sláturhúsinu. Svæðisvörn Keflvíkinga á eftir að leika stórt hlutverk gegn Grindavík sem mun ekki finna réttu svörin gegn varnarleik heimamanna. Spái að Arnar Feryr Jónsson tryggi sigurinn fyrir Keflavík spjaldið og ofaní.“
 
Mynd/ Sigurður Elvar býður hér upp á grimma pressuvörn og Henning Henningsson í bullandi vandræðum.