Sigurður Dagur Sturluson steig vel upp í fámennu liði Stjörnunnar í gærkvöldi þegar Garðbæingar lögðu KFÍ. Stjörnuna vantaði m.a. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson og þá var Jón Sverrisson fjarverandi sem fyrr og einnig Sæmundur Valdimarsson.
 
 
Sigurður Dagur nýtti tækifærið og setti 14 stig á Ísfirðinga og stal 5 boltum og komst þar með í fámennan hóp í Domino´s deildinni þetta tímabilið.
 
Í hópi leikmanna yfir flesta stolna bolta í einum leik þessa vertíðina eru þrír sem hafa stolið 6 boltum en þeir eru Elvar Már Friðriksson, Njarðvík, Orri Jónsson, Skallagrím og Vance Cooksey, Snæfell. Sigurður Dagur komst í hóp þeirra sem stolið hafa 5 boltum þetta tímabilið en þeir eru:
 
Sigurður Dagur Sturluson – Stjarnan
Terry Leake Jr. – KR
Friðrik Erlendur Stefánsson – Njarðvík
Arnar Freyr Jónsson – Keflavík
Guðmundur Jónsson – Keflavík
Sveinbjörn Claessen – ÍR
Emil Barja – Haukar
Vance Cooksey – Snæfell
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Sigurður Dagur til varnar gegn Jason Smith næststigahæsta leikmanni úrvalsdeildarinnar 26,20 stig á leik.