Sigtryggur Arnar Björnsson er þessa dagana í Kanada við nám en þar leikur hann einnig með Mount Saint Vincent University í kanadísku háskóladeildinni. Sigtryggur Arnar fór mikinn á dögunum og var tvo leiki í röð með 100% skotnýtingu.
 
 
Þann 29. nóvember síðastliðinn gerði Sigtryggur Arnar 34 stig gegn King´s College, nýtingin stórglæsileg, 13-13 alls í skotum og þar af 6-6 í þristum. Hann bætti svo við 5 fráköstum og 3 stoðsendingum þennan leikinn.
 
Leik þar á undan vann Saint Vincent býsna stórt, 121-38 gegn New Brunswick þar sem Sigtryggur Arnar var alls 5-5 í skotum og þar af 2-2 í þristum og var auk þess með 6 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Tímabilið hjá Saint Vincent hófst á tveimur tapleikjum en síðan hefur liðið unnið fimm síðustu leiki en er nú komið í jólafrí en fyrsti leikur á nýja árinu er þann 12. janúar gegn St. Thomas University.