Sigmundur Már Herberttsson, FIBA Europe dómari, mun dæma leik í kvöld og á fimmtudaginn kemur í Euro Challenge karla og Euro Cup kvenna.
 
 
Í kvöld dæmir hann karlaleik Södertälje BK og BK Ventspils og á fimmtudaginn kvennaleik Norrköping Dolphins og Mersin Büyüksehir Belidiye. Báðir leikirnir fara fram í Svíþjóð.
 
Meðdómarar og eftirlitsmenn sem verða með Sigmundi í báðum leikjunum koma frá Litháen, Póllandi og Skotlandi, en sama teymi sér um báða leikina.
 
www.kki.is greinir frá.