Stjörnumenn verða án Justin Shouse á eftir þegar Garðbæingar heimsækja Njarðvík í Ljónagryfuna í síðasta leik Domino´s deildar karla fyrir jól. Shouse lék heldur ekki með Stjörnunni í síðasta leik félagsins þegar Stjarnan lagði KFÍ.
 
 
Marvin Valdimarsson kemur inn í hóp Stjörnumanna að nýju eftir veikindi í síðasta leik en bróðir hans Sæmundur verður áfram fjarverandi og leikur ekki meir fyrr en á nýja árinu sökum meiðsla.
 
Þá mun Jón Sverrisson leika sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna en hann samdi við félagið í sumar en hefur ekkert verið með vegna meiðsla. Jón var í sumar vafalítið hvalreki á fjörur Garðbæinga og verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur til leiks.
 
Neðri mynd/ Ökklinn á Justin Shouse eftir viðureign Vals og Stjörnunnar.