Jason Kidd er farinn að sulla í rommi og kóki aftur og núna á bekknum hjá Nets. Ærin ástæða til mikillar áfengisneyslu núna í Brooklyn þar sem $190 milljóna fjárfesting Prokhorovs í leikmönnum fyrir þessa leiktíð er ekki beint að skila arði. Vissulega eru meiðsli að spila stóran þátt en við höfum enga trú á Kidd sem þjálfara. Nets eru að hengja sig allt of mikið á Paul Pierce þegar leikurinn er undir, en hann virðist hættur að nenna þessu núna eftir að Celtics sendu hann í gúlagið í Brooklyn. Eru með fínan clutch leikmann í Joe Johnson sem þeir nota allt of lítið núna… Meira af Brooklyn dramanu en Kidd sendi í vikunni hæst launaða aðstoðarþjálfara deildarinnar, Lawrence Frank í skammarkrókinn fyrir að vera alltaf að trufla hann á bekknum. Þetta á ekki eftir að enda vel… Talandi um New York lið þá eru Knicks að liðast í sundur líka og spila eins og aumingjar (eins og reyndar öll austurdeildin, en það er önnur saga). Melo segir að það sé mikil pressa að spila í New York og væntingarnar miklar, en það er ekki að sjá á leik liðsins. Það er bara öllum nákvæmlega sama um hvað er að gerast á vellinum. “Varnartröllið” Andrea Bargnani er að brillera og jörðin gleypti Metta World Peace. Melo fírar upp 30 skotum í leik og JR Smith inn og út úr banni. Við verðum mjög hissa ef Mr. Potato Head fær ekki að fjúka fyrir All-Star breik… Þessi tvö járnbrautarslys af liðum munu samt mætast í kvöld í leik sem enginn á að missa af. Þetta verður eins og slæmur raunveruleikasjónvarpsþáttur sem þú deyrð að innan við að horfa á en þú getur ekki litið undan vegna þess að þú vilt vita hvað í ósköpunum getur gerst næst… Leiknum milli San Antonio Spurs og Minnesota Timberwolves sem átti að vera í gær var frestað vegna þess að húsið í Mexíkó þar sem leikurinn átti að fara fram fylltist af reyk fyrr um daginn. Kom svo í ljós að Spurs voru bara að dusta rykið af Tim Duncan svo leikurinn er aftur kominn á dagskrá í kvöld… Orðsending frá KKDÍ: Nú er með öllu óheimilt að horfa á dómara eða ná augnsambandi við þá á neinn eða annan hátt. Vinsamlegast horfið á skóna ykkar í nærveru dómara. Viðurlög við brotum af þessu tagi eru tæknivíti og brottrekstur við ítrekuðum brotum. Dómarar Dominosdeildarinnar hafa misst mikinn svefn undanfarið vegna ógnandi augngota leikmanna. Þetta er körfuboltaleikur en ekki störukeppni! – Nefndin…. KKDÍ lagði einnig til við KKÍ að leikmenn myndu spila með blá sundgleraugu á næsta leiktímabili til að koma í veg fyrir þennan ófögnuð…
 
We OUT like körfubolti í New York.
 
* FYRIRVARI *
Ruslakarlarnir eru skoðanaglaðir en jafnframt sjálfstæðir pennar og ber Karfan.is ekki ábyrgð á skrifum þeirra né skoðunum. Þeir vilja benda þeim sem hafa yfir einhverju að kvarta á að senda póst á yomama@myhouse.com, en þó ekki bíða eftir svari.