Já eins og þeir segja á heimasíðu Skallagríms þá skipast veður nokkuð fljótt í lofti þar. En líkt og Karfan.is greindi frá í gær var Pálma Sævarssyni gert að víkja sem þjálfari liðs Skallagríms.  Frá því var svo greint að Páll Axel Vilbergsson og Finnur Jónsson myndu taka við liðinu.  Nú hefur verið tekin heldur betur nett U-beygja því Pálmi hefur verið ráðinn á ný og sú breyting verður að Páll Axel mun bætast við í þjálfarateymið. 
 
Þessu er greint frá á vef Skallagríms en þar segir að eftir fundarhöld með þeim þremeningum, Pál Axel, Pálma og Finn þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að Pálmi heldur starfi sínu en Páll Axel bætist við í þjálfarateymið.  Finnur verður þá liðstjóri liðsins ásamt því að vera yfirþjálfari og verkefnastjóri yngri flokka.