Þór Þorlákshöfn vann góðan útisigur í Röstinni í gærkvöldi þar sem miðherjinn Ragnar Nathanaelsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með 19 stig og 25 fráköst. Með þessum frákastahaug jafnaði Ragnar metið þetta tímabilið en það setti Valsarinn Birgir Björn Pétursson einmitt gegn Þór Þorlákshöfn um miðjan nóvembermánuð.
 
 
Ragnar og Birgir tróna á toppi frákastalistans með 25 fráköst en Chris Woods liðsfélagi Birgis í Val kemur næstur á listanum með 24.
 
Ragnar og Birgir þurfa að bæta við sig snúning ef þeir ætla sér að slá metið í flestum fráköstum í einum deildarleik en það á Rondey Robinson fyrrum leikmaður Njarðvíkinga er hann tók heil 35 fráköst gegn Haukum í nóvember 1990.
 
Mynd/ skuli@karfan.is – Ragnar í leiknum gegn Grindavík í gær.