Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og beindust eflaust flestra augu að stórleik Portland og Oklahoma sem sitja á toppi vesturstrandarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Portland þar sem LaMarcus Aldridge fór mikinn með 38 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. Kevin Durant var svo stigahæstur í liði Oklahoma með 33 stig og 7 fráköst.
Portland er nú næstefsta lið NBA deldarinnar með 16 sigra og 3 tapleiki en það eru Indiana á Austurströndinni sem eru með 17 sigra og 2 tapleiki. Portland leiðir Northwest riðil vesturstrandarinnar og fylgir Oklahoma þeim fast á hælana.
Í nótt varð að fresta viðureign San Antonio Spurs og Minnesota sem fara átti fram í Mexíkóborg þar sem rafall utan við húsnæðið gaf sig og fyllti höllina af reyk.
Mynd með frétt/ LaMarcus Aldridge fór hamförum í liði Portland í nótt.
Helstu tilþrif næturinnar
Öll úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
DEN
88
CLE
98
W
Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
---|---|---|---|---|---|
DEN | 24 | 28 | 21 | 15 | 88 |
|
|
|
|
||
CLE | 31 | 25 | 23 | 19 | 98 |
DEN | CLE | |||
---|---|---|---|---|
P | Foye | 16 | Irving | 23 |
R | Hickson | 11 | Thompson | 21 |
A | Lawson | 11 | Waiters | 6 |