Portland hélt áfram á beinu brautinni í NBA deildinni í nótt. Að þessu sinni urðu Utah Jazz fyrir barðinu á Portland mönnum sem létu 130 stigum rigna yfir Jazz og það með lygilegri þriggja stiga nýtingu, 73,9%! 17 af 23 þristum Portland í leiknum rötuðu rétta leið sem er NBA met yfir skoraða þrista í að minnsta kosti 15 tilraunum. Svo sem ekki við miklu að búast úr leiknum þar sem þarna voru að mætast besta og versta liðið á Vesturströndinni en 17 af 23 þristum er ansi tilkomumikið hjá Portland!
 
 
Damian Lillard setti 5 af 6 þristum í leiknum og kláraði með 21 stig fyrir Portland og Wesley Matthews var 4 af 6 í þristum og kláraði stigahæstur hjá heimamönnum í Porland með 25 stig. LaMarcus Aldridge bætti svo við 20 stigum og 15 fráköstum. Hjá Utah var Alec Burks stigahæstur af bekknum með 16 stig.
 
Topp 10 tilþrif næturinnar
 
Öll úrslit næturinnar
FINAL
 
7:00 PM ET
PHI

Philadelphia 76ers

88
CHA

Charlotte Bobcats

105
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
PHI 33 18 21 16 88
 
 
 
 
 
CHA 36 26 22 21 105
  PHI CHA
P Wroten 21 Taylor 20
R Hawes 13 Jefferson 12
A Wroten 9 Walker 10
 
Highlights