Pálmi Þór Sævarsson hefur að ósk Stjórnar KKD Skallagríms látið af störfum sem þjálfari liðins í Domino´s deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Borgnesinga. 
 
Á heimasíðu Skallagríms segir:
 
Pálmi Þór Sævarsson þjálfari Skallagríms í körfuknattleik undanfarin 3 ½ ár hefur að ósk stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar látið af störfum. Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms þakkar honum ómetanleg störf undanfarin ár, m.a. við að koma Skallagrím að nýju í hóp þeirra bestu. Pálmi mun áfram koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu og er það ómetanlegt og sínir vel hvaða mann Pálmi hefur að geyma.
 
Þeir Finnur Jónsson aðstoðarþjálfari Skallagríms og Páll Axel Vilbergsson munu stjórna liði Skallagríms í þeim leikjum sem eftir eru fram að jólum, ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi framhaldið að þeim leikjum loknum.
 
Stjórn deildarinnar ítrekar þakkir til Pálma fyrir ómetanlegt framlag til félagsins, bæði sem leikmaður og þjálfari.
 
Meiri Skallagrímsmaður er vandfundinn og vonandi njótum við krafta hans sem lengst þó að það verði á öðrum vettvangi körfuboltans í Borgarnesi.
 
 
Borgarnesi 10. desember 2013
Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms