Síðastliðinn sunnudag birti Vísir.is frétt þar sem Katrín Arna Kjartansdóttir gantaðist í knattspyrnumanninum og bróður sínum Viðari Erni Kjartanssyni. Hún bað um 2000 like á mynd sína á Facebook og Viðar Örn myndi fyrir vikið hætta að stunda ljósabekkina.
 
 
Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla hefur ákveðið að „Katrína“ liðsfélaga sinn Jens Valgeir Óskarsson og biður um 1000 like á sinni Facebook síðu svo Jens hætti að stunda ljósabekkina. Hvort einlæg og raunveruleg væntumþykja Ólafs fyrir vini sínum Jens Valgeir ráði hér för skulum við ekki fullyrða um.
 
Efri mynd/ Banvæn þessi stara Ólafs.
Neðri mynd/ Jens Valgeir Óskarsson