Í fyrsta skiptið í sögu NBA deildarinnar tókst nýliðum í sínu hvoru liðinu að skrá á sig þrefalda tvennu í einum og sama leiknum — og þeir voru að dekka hvorn annan. Michael Carter-Williams og Victor Oladipo settu upp flugeldasýningu í tvíframlengdum leik.
 
Bæði lið þurftu að binda enda á langa taphrinu og var ljóst að hvorugur þeirra vildi gefa neitt eftir í baráttunni að leiða sitt lið til sigurs. Carter-Williams landaði sigrinum með 27 stigum, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Hann bætti við 3 stolnum boltum en hann er í öðru sæti deildarinnar í þeirri tölfræði. Oladipo setti 26 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.