Kapparnir á Leikbrot.is eru komnir með nýja og glæsilega vefsíðu í loftið en nýja síðan var tekin í gagnið í kvöld á samkomu sem Leikbrot.is stóð að á Kex Hostel í Reykjavík.
 
 
Meðal nýunga á síðunni er Leik-spáin þar sem spáð er fyrir um lokatölur allra leikja í umferðum úrvalsdeildanna. Leik-bloggið er einnig nýung og þegar hefur Ragnar Nathanaelsson látið að sér kveða í blogginu.
 
Nú er bara að vinda sér inn á Leikbrot.is og kynnast nýja vefnum hjá strákunum. Karfan.is ræddi svo við Andra Þór Kristinsson forvígismann Leikbrot.is en hann var ánægður með nýja umhverfið á vefnum og vill virkja fleiri í starfið og þá sér í lagi með tilliti til íþróttamannanna sjálfara.
 
 
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Leikbrotskapparnir á Kex Hostel í kvöld þegar nýja Leikbrot.is vefsíðan var tekin í gagnið.