Í kvöld hefst níunda umferðin í Domino´s deild karla en þrír leikir eru á dagskránni og hefjast þeir allir kl. 19:15. Topplið KR heldur í Borgarnes, Keflavík og Grindavík endurtaka leikinn og Stjarnan tekur á móti Val í Ásgarði. Þá verður boðið upp á grannaglímu í Frystikistunni í 1. deild karla þegar Hamar tekur á móti FSu kl. 19:15.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla – 19:15
 
Keflavík – Grindavík
Skallagrímur – KR
Stjarnan – Valur
 
Keflavík – Grindavík
Þessi stórslagur liðanna er athyglisverður fyrir margra hluta sakir og fyrir utan það að vera rimma Suðurnesjaliða þá geta Grindvíkingar með sigri jafnað Keflavík að stigum og komist upp í 2. sæti deildarinnar með þeim. Keflvíkingar vilja eflaust sýna sitt rétta andlit en síðustu þrjá leiki hafa þeir ekki náð sínu flugi sem var á þeim framan af deildinni. Í bikarnum á mánudag skiptust liðin á forystunni allan tímann og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins. Þessi verður alvöru!
 
Skallagrímur-KR
Níu sæti og 12 stig skilja þessi lið að í deildinni og sannast sagna má ganga á ýmsu í Fjósinu í kvöld ef Borgnesingar ætla sér sigur. Við teljum það nokkuð öruggt að Skallagrímsmenn verði einráðir á áhorfendapöllunum enda góður stuðningur við liðið í Borgarnesi en inni á parketinu er hugsanlega við ofurefli að etja. KR-ingar líta hrikalega vel út þessi dægrin á meðan Borgnesingar hafa aðeins náð að kreista fram tvo deildarsigra.
 
Stjarnan-Valur
Valsmanna bíður ærinn starfi því Stjarnan hefur unnið síðustu þrjá heimaleiki sína í röð. Valsmenn eru á botni deildarinnar ásamt KFÍ en liðin hafa hvort um sig unnið einn leik. Á dögunum þegar Valur lagði Þór Þorlákshöfn var það fyrsti deildarsigur félagsins í úrvalsdeild í áratug, er komið að fyrsta útisigrinum í langan tíma?
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 8 8 0 16 756/623 94.5/77.9 4/0 4/0 97.8/79.5 91.3/76.3 5/0 8/0 +8 +4 +4 1/0
2. Keflavík 8 7 1 14 696/590 87.0/73.8 2/1 5/0 87.3/78.7 86.8/70.8 4/1 7/1 +1 -1 +5 2/0
3. Grindavík 8 6 2 12 722/665 90.3/83.1 4/1 2/1 83.2/75.8 102.0/95.3 4/1 6/2 +3 +4 +1 2/0
4. Njarðvík 8 5 3 10 759/688 94.9/86.0 2/1 3/2 98.0/78.0 93.0/90.8 3/2 5/3 -1 +2 -2 1/2
5. Þór Þ. 8 4 4 8 754/757 94.3/94.6 2/1 2/3 102.0/91.0 89.6/96.8 1/4 4/4 -1 +1 -3 1/1
6. Stjarnan 8 4 4 8 664/651 83.0/81.4 3/1 1/3