Það voru engin stórkostleg tíðindi úr NBA boltanum í nótt og fóru leikar svona nokkurn veginn eins og búist var við. Það fór hins vegar um aðdáendur Lakers þegar Kobe Bryant féll í gólfið í þriðja leikhluta gegn Grizzlies og greip um hné sér en það virtist ekki vera meira en smávægt högg. Eftir að Bryant snéri aftur úr meiðslum hafa Lakers unnið 3 leiki og tapað 3.
Bryant var með 21 stig og 9 fráköst í 96-92 sigri þeirra á Grizzlies og Shawne Williams bætti við öðrum 21 af bekknum. Hjá Grizzlies var Zack Randolph með 18 stig og 16 fráköst.
 
Damian Lillard var hetja Portland þegar hann skoraði sigurkörfuna gegn Cleveland þegar 0,4 sek voru eftir af klukkunni, 119-116. Portland heldur því áfram á sigur braut og hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru í heild 22/4.
 
Lillard var stigahæstur Blazers með 36 stig og 10 stoðsendingar. Hann var ekki langt frá þrennunni en kappinn greip þar fyrir utan 8 fráköst. Hjá Cavaliers var Kyrie „Uncle Drew“ Irving með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dion Waiters skilaði 25 stigum af bekknum.

 

 

 

FINAL
 
7:00 PM ET
SAC

Sacramento Kings

87
 
CHA

Charlotte Bobcats

95
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
SAC 22 21 29 15 87
 
 
 
 
 
CHA 35 21 22 17 95
  SAC CHA
P Cousins 30 Walker 24
R Cousins 17 Jefferson 9
A Cousins 6 Sessions 6
 
Highlights
Game Stat FG% 3P%