Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Oklahoma tók á móti Chicago og vann nokkuð örugglega 107-95. Oklahoma hefur nú unnið alla 13 heimaleikina sína í vetur sem er jöfnun á meti sem liðið setti 1976-77 þegar það var staðsett í Seattle.
 
Kevin Durant var öflugur í liði Oklahoma og setti niður 32 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst. Russel Westbrook skoraði 20 stig og var með 10 stoðsendingar. Hjá Bulls var Joakim Noah með 23 stig og 12 fráköst og Taj Gibson kom með 16 punkta af bekknum.
 
Í hinum leik næturinnar sigraði San Antonio Golden State 104-102. Marco Belinelli var drjúgur fyrir Spurs og skilaði 28 stigum af bekknum. Kawhi Leonard setti niður 21 stig og tók 10 fráköst. Hjá Warriors voru þeir David Lee og Stephen Curry í sérflokki en Lee setti niður 32 stig og tók 13 fráköst á meðan Curry var með 30 stig og 15 stoðsendingar.
 
 
FINAL
 
8:00 PM ET
CHI

Chicago Bulls

95
 
OKC

Oklahoma City Thunder

107
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
CHI 24 28 20 23 95
 
 
 
 
 
OKC 35 20 29 23 107
  CHI OKC
P Noah 23 Durant 32
R Noah 12 Durant 9
A Dunleavy 6 Westbrook 10
 
Highlights
Game Stat FG% 3P% FT%