Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino´s deild karla og er þetta næstsíðati keppnisdagur úrvalsdeildarinnar fyrir jólafrí en Njarðvík og Stjarnan mætast í lokaleiknum fyrir jól í Ljónagryfjunni annað kvöld. Allir fjórir leikirnir í kvöld hefjast kl. 19:15.
 
 
Þór Þorlákshöfn – ÍR
Skallagrímur – Grindavík
KR – Haukar
KFÍ – Valur
 
Þá er einnig leikið í yngri flokkum og neðri deildum í dag en alla leiki dagsins má sjá hér.
 
Mynd/ tomasz@karfan.is – Ingvaldur Magni og topplið KR-inga taka á móti Haukum í kvöld.