Sundsvall Dragons voru rétt í þessu að tapa á útivelli gegn Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, lokatölur 92-79 fyrir Uppsala. Með sigri Uppsala skiptu liðin um sæti í deildinni, Sundsvall fór úr 5. sæti í það sjötta og Uppsala snapaði sér upp í 5. sætið.
 
 
Hlynur Bæringsson bauð upp á myndarlega tvennu með 22 stig og 15 fráköst og þá var hann einnig með 3 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson gerði 6 stig en skotin voru ekki að rata rétta leið að þessu sinni. Jakob var einnig með 4 stoðsendingar.