Helena Sverrisdóttir fór á kostum í gær í MEL deildinni er hún gerði 31 stig, tók 3 fráköst og stal 2 boltum þegar Miskolc lá í mið-Evrópudeild kvenna í körfuknattleik.
 
 
Miskolc tók á móti PINKK Pécs 424 þar sem lokatölur voru 63-66 gestina í vil. Helena var heit fyrir utan með 5 af 8 í þristum, 2 af 4 í teignum og 12 af 15 frá vítalínunni en næsti liðsmaður Miskolc gerði aðeins 8 stig.
 
Leikurinn í gær var langstigahæsti leikur Helenu í MEL-deildinni en mest áður hafði hún gert 17 stig gegn Cégled. Helena er með 14,4 stig að meðaltali í leik og 2,8 fráköst.