Helena Sverrisdóttir og Miskolc komust í gær áfram inn í 16 liða úrslit Eurocup þrátt fyrir tap í lokaleik riðlakeppninnar. Miskolc mun mæta Istanbul Universitesi í 16 liða úrslitum en leikið verður heima og að heiman dagana 16. og 23. janúar.
 
 
Miskolc tapaði 57-54 gegn Wasserburg er liðin mættust í Þýskalandi þar sem Helena kom inn af bekknum með 9 stig fyrir Miskolc á 25 mínútum. Helena fann sig lítt í teignum og setti aðeins 1 af 9 skotum sínum en 2 af 5 þristum fundu körfuna. Helena var einnig með 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Stigahæst í liði Miskolc var Timea Czank með 12 stig.
 
Istanbul Universitesi fóru 5-1 í gegnum riðlakeppnina svo það verður á brattann að sækja fyrir Miskolc sem fóru 3-3 í gegnum riðlakeppnina.