Hamar og Valur mættust í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld og hófu 13.umferðina. Liðin höfðu nýlega leikið gegn hvort öðru í bikarnum þar sem að Valsstúlkur höfðu betur.
 
 
Leikurinn byrjaði með mikilli hörku og Valsstúlkur komust fljótt yfir 7-17. Hamarstúlkur léttu það þó ekki á sig fá og minnkuðu muninn niður í 5 stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 14-19 Val í vil.
 
Butler fór mikinn í liði Vals og var kominn með 9 stig. Í öðrum leikhluta snérust svo hluturnir við. Hamar byrjaði að spila hörku vörn og á hinum enda vallarins fór Marín á kostum og Hamarsstúlkur komnir yfir í hálfleik 37-32. Þriðji leikhlutinn byrjaði þó líkt og leikurinn sjálfur með yfirhönd Vals.
 
Hamarsstúlkur bitu þó alltaf frá sér og héldu liðin inn í lokafjórungin jöfn 51-51. Fjórði leikhlutinn var síðan í eigu Hamarskvenna en þær fengu ekki á sig körfu fyrstu 4 mínúturnar og voru þær komnar í 59-51 með 5 mínútur eftir. Þá skoraði Butler tvær körfur og lagaði stöðuna en það voru fyrstu stig hennar síðan í fyrstaleikhluta. DiAmber fór hins vegar á kostum í liði Hamars og átti alltaf svör við árásum Vals og skiliður Hamarsstelpur þægilegum átta stiga sigri í hús 72-64.
 
Hjá Hamari var DiAmber með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst og Marín var einnig frábær með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Val voru það gömlu Hamarsstúlkurnar sem voru atkvæðamestar, Kristrún með 24 stig og Guðbjörg með 16 og 7 fráköst.
 
Hamar-Valur 72-64 (14-19, 23-13, 14-19, 21-13)
 
Hamar: Di’Amber Johnson 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 22/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 9/5 stoðsendingar, Kristrún Rut Antonsdóttir 3, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0, Sóley Guðgeirsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0.
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/7 fráköst, Jaleesa Butler 13/12 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/10 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 2, Elsa Rún Karlsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0/4 fráköst, María Björnsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.
Dómarar: Kristinn Oskarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson
 
Umfjöllun/ Ívar Örn Guðjónsson
 
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Keflavík 12 10 2 20 920/843 76.7/70.3 5/1 5/1 76.0/64.0 77.3/76.5 3/2 8/2 +2 +1 +2 4/1
2. Snæfell 12 9 3 18 931/788 77.6/65.7 4/2 5/1 74.8/60.8 80.3/70.5 4/1 8/2 -1 -1 +5 2/3
3. Haukar 12 8 4 16 936/853 78.0/71.1 4/2 4/2 78.8/70.8 77.2/71.3 5/0 8/2 +6 +3 +4 1/2
4. Hamar 13 6 7 12 922/941 70.9/72.4 3/4 3/3 75.3/74.7 65.8/69.7 2/3 5/5 +2 +1 +1 2/2
5. Grindavík 12 5 7 10 839/901 69.9/75.1 4/2 1/5 73.5/72.3 66.3/77.8 0/5 4/6 -5 -2 -3 1/1
6. Valur 13 5 8 10 918/947